7. og
8. bekkur skólans fór ásamt 7, bekk Kópaskersskóla í skólaferðalag þann 3. og 4. júní. Bílstjóri og
fararstjóri var Rúnar Óskarsson og stóð hann sig að venju frábærlega. Honum til aðstoðar voru Kiddi, Maggi og Ingibjörg, auk þess
sem Jóhanna Margrét kom með sem okkar sérlegur aðstoðarmaður og var yndislegt að hafa hana með.
Við byrjuðum á að skoða Æðarfossa við ósa Laxár. Höfðu færst okkar nokkru sinni komið þar áður og var gaman
að sjá þetta fallega umhverfi. Næst fórum við í Iðnaðarsafnið á Akureyri. Það var gaman að sjá hversu mikið af
allskonar vörum voru framleiddar á Íslandi, og þá sérstaklega Akureyri, hér áður fyrr. Þetta er eitthvað sem við þurfum
að gera aftur núna í kreppunni. Eftir Iðnaðarsafnið var haldið í Kjarnaskóg þar sem nesti var snætt og nokkurri stund eytt í
leiktækjum í góða veðrinu. Því næst var haldið í Akureyrarlaug í sund. Stefnan var svo tekin á Bakkaflöt í
Skagafirði þar sem við gistum í góðu yfirlæti og var boðið upp á dýrindis pizzahlaðborð um kvöldið.
Á fimmtudeginum var dagurinn tekinn snemma, ræs kl 8 og farið í siglingu á Jökulsá Vestari. Eftir skemmtilega siglingu í góðu veðri
var farið í pottana á Bakkaflöt til að ylja sig upp en síðan var haldið á Akureyri í keilu og bíó.
Það var ekki að sjá annað en að krakkarnir hefðu skemmt sér vel saman og verið ánægð með ferðina. Því miður
gleymdi vefstjóri myndavélinni heima en hér að neðan eru tenglar á myndirnar sem Maggi tók.
Dagur 1 -
Dagur 2