Fréttir

Góðar heimsóknir í skólann í dag

Í dag fengum við breska sendiherrann á Íslandi Dr Bryony Mathew ásamt fylgdarliði í heimsókn en tilgangurinn var að vekja athygli á bókinni Tæknitröll og íseldfjöll sem Bryony skrifaði ásamt Millie Bicknelle. Bókin fjallar um starfstækifæri framtíðarinnar og sýnir börnum hvaða störf verða meðal þeirra áhugaverðustu og mikilvægustu á Íslandi á næstu 20 árum. Allir nemendur 1. - 6.bekkja fengu bókina að gjöf en einnig fylgdi spil og bókamerki. Þá kom Þorgrímur Þráinsson enn á ný til okkar með fyrirlesturinn "Verum ástfangin af lífinu" sem einkum er ætlaður unglingastigi en í dag fengu nemendur miðdeildar að hlusta með. Góður rómur var gerður að heimsókn hans, bæði hjá kennurum og nemendum.