Skákkennsla

Í dag fengum við skákkennara frá skákfélaginu Goðanum, Hermann Aðalsteinsson, í skólann en hann mun koma til okkar einu sinni í mánuði og sjá um skákkennslu í vetur. Nemendur frá Grunnskóla Raufarhafnar komu líka og munu taka þátt með okkur.
Án efa leynast margir skákmeistarar innan okkar raða.