Fréttir

Jólatré og jólaföndur

Kæru foreldrar/forráðamenn Jólatré Kveikt verður á jólatrénu okkar á mánudaginn kemur, 2. desember. Föndurdagur miðvikudaginn 4. desember Við verðum með jólaföndur eftir hádegi á miðvikudaginn 4. desember og byrjum um 12:30. Foreldrar, systkyni, ömmur og afar hjartanlega velkomnir. Foreldrafundur Við þökkum fyrir góðan fund í­ gær 28. nóvember. Fundargerð kemur sí­ðar. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Haustgleði, samvera unglingadeildar föstudaginn 14. nóvember o.fl.

Kæru foreldrar/forráðamenn/starfsfólk. Haustgleði Ég þakka fyrir ánægjulega samveru á Haustgleði og starfsfólki, foreldrum og nemendum fyrir að leggja hönd á plóginn. Unglingadeild - Samvera og gisting föstudaginn 15. nóvember Samvera á vegum tómstunda- og æskulýðssviðs verður á morgun föstudaginn 15. nóvember. Nemendur verða eftir í­ skólanum og Kristján Ingi verður, á vegum skólans með þeim til 15:00. Þá tekur foreldri, Hafsteinn Hjalmarsson (Haffi) við og verður með þeim til kl. 19:00. Aðalbjörn Jóhannsson kemur svo á vegum tómstunda- og æskulýðssviðs kl. 19:00 og verður með unglingnum til kl. 10:00 á laugardagsmorguninn. það er sem sagt heimferð um kl. 10.00 á laugardagsmorguninn. Nemendur eru búnir að semja við Huldu um eldhúsið og það verða eldaðar pí­tsur. Unglingarnir ætla að fara í­ í­þróttahús, horfa á leikinn og myndir, spjalla og njóta samveru. Hafa þarf með: • Íþróttaföt, skór og handklæði • Tannbursta :-) og svefnpoka eða sæng • Nemendur verða með sjoppu á staðnum. Samvera á Raufarhöfn mánudaginn 25. nóvember Við stefnum á að fara með nemendur á Raufarhöfn mánudaginn 25. nóvember og njóta samveru þar. Í í­þróttahúsi, í­ sundlaug og við spil og leiki. Nánari upplýsingar sí­ðar. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Haustgleði og starfsdagur

Á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember, verða nemendur unglingadeildar með sí­na árlegu haustgleði. Í ár er þemað húsdýrin og hafa nemendur verið að vinna margví­sleg verkefni sem tengjast í­slensku húsdýrunum. Afraksturinn verður hægt að sjá á morgun. Gleðin hefst í­ Lundi kl. 19. Við viljum minna á starfsdag n.k. föstudag, 8. nóvember. Nemendur grunnskóla mæta þá ekki í­ skólann. Leikskóladeild verður opinn en það verður enginn skólaakstur.