Fréttir

Skólaslit 2014

Skólaslit Öxarfjarðarskóla fóru fram í­ gær.

Kveðjuhóf Lisu McMaster miðvikudaginn 8. maí­

Miðvikudaginn 7. maí­ komu starfsmenn saman og kvöddu Lisu McMaster, tónlistarkennara með pomp og pragt og að sjálfsögðu var saminn bragur henni til heiðurs. Lisa er á leið heim til Bretlands að þessu skólaári loknu og munum við sakna hennar úr starfi með okkur. GSK

Skólaslit í­ Öxarfjarðarskóla fimmtudaginn 22. maí­ kl. 18:30

Kæru foreldrar/forráðamenn/starfsfólk og nemendur. Skólaslit Öxarfjarðarskóla eru í­ dag, fimmtudaginn 22. maí­ kl. 18:30 í­ Lundi. Boðið verður upp á kaffi og með því­ í­ lokin. Kærar kveðjur, Guðrún S. K.

Sí­ðustu tónleikar Tónlistarskólans á þessu skólaári

Sí­ðustu tónleikar Tónlistarskólans á þessu skólaári voru í­ kvöld og dagskrá fjölbreytt. Nemendur stóðu sig vel og við þökkum fyrir ánægjulega samveru og Tónlistarskóla Húsaví­kur fyrir gott samstarf í­ vetur. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Leikskóladeild og akstur 15. maí­

Leikskólastarf verður með eðlilegum hætti á morgun og skólaakstur verður á venjubundnum tí­ma fyrir leikskólabörnin.

Það lí­tur út fyrir verkfall á morgun, fimmtudag 15. maí­ hjá grunnskólakennurum

Á morgun fimmtudaginn 15. maí­ lí­tur fyrir að grunnskólakennarar fari í­ verkfall og að enginn kennsla verði á morgun í­ grunnskóladeild. Ef svo ólí­klega vill til að samið verði fyrir lokafrest í­ kvöld verður skólahald með eðlilegum hætti á morgun. Verður þá brugðist við og send sms skilaboð á hvert heimili í­ gegnum mentor og mun Kristján Ingi sjá um þau. Kv, Guðrún S. K.

Grí­mur Kárason Slökkvuliðsstjóri Norðurþings í­ heimsókn í­ Öxarfjarðarskóla

Mánudaginn 5. maí­ kom Grí­mur Kárason, slökkvuliðstjóri Norðurþings til okkar, fundaði með starfsfólki og fór yfir rýmingaráætlun með okkur. Einnig æfði hann rýmingu með nemendum og starfsfólki og ræddi við nemendur á eftir. Kærkomin heimsókn og mikilvæg.

Grunnskólinn á Svalbarði í­ heimsókn

Miðvikudaginn 30. aprí­l kom Grunnskólinn á Svalbarði í­ heimsókn og átti með okkur góðan dag og voru nemendur ánægðir með daginn að sögn skólastjóra, Daní­el. Allir fóru með smí­ðagripi með sér eftir samstarf við smí­ðakennara, Tryggva.