Skólaslit 2014

Skólaslit Öxarfjarðarskóla fóru fram í gær.

Að þessu sinni voru útskrifaður fimm nemendur úr 10. bekk. Það voru þau Aron Sankla Ísaksson, Brynjar Freyr Hafsteinsson, Ingunn Jóhanna Kristjánsdóttir, Margrét Eva Artúrsdóttir og Rögnvaldur Stefánsson. Við óskum þeim til hamingju á þessum tímamótum og velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Einnig voru kvaddir þeir starfsmenn sem eru að láta af störfum. Aðalbjörg er að flytja til Hólmavíkur og fer að starfa við leikskóla þar. Björg lætur af störfum sökum aldurs. Guðrún Margrét er að flytja til Húsavíkur og fer að starfa við Borgarhólsskóla. Kristján Ingi hefur ákveðið að leita sér að starfi sem kerfisstjóri en hann hefur verið að mennta sig í því í vetur. Lisa er að flytja aftur heim til Bretlands en hún hefur starfað við tónmenntakennslu fyrir skólann ásamt því að kenna nemendum Tónlistarskólans. Það verður missir af þessum góða hópi og óskum við þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Hér er hlekkur á myndir af skólaslitunum.