Fréttir

Sigursæl á Laugamóti

Nemendur Öxarfjarðarskóla áttu góðan dag á grunnskólamóti á Laugum á föstudaginn. Krakkarnir fóru af stað einbeitt í­ því­ að vinna stuðningsbikarinn og höfðu m.a. búið til fána og ennisbönd í­ þeim tilgangi. Enda var bikarinn þeirra í­ lok mótsins. Í stigakeppninni urðum við í­ jöfn Mývetningum í­ 2.-3. sæti en Litlu-Laugaskóli vann mótið. Í einstökum greinum unnu stelpurnar okkar körfuboltann, Addi vann vann bæði kúluvarp og langstökk og að öllu leyti stóðu nemendur okkar sig með sóma.