18.03.2016
Páskafrí hjá grunnskóladeild er hafið og skólabílar hættir að ganga en leikskóladeildir eru opnar samkvæmt venju, en foreldrar sem nýtt hafa skólabílinn þurfa að gera aðrar ráðstafanir varðandi akstur. Kennsla hefst aftur þann 29. mars samkvæmt stundatöflu.
18.03.2016
Stefnt er á að árshátíð Öxarfjarðarskóla verði fimmtudaginn 14. apríl næstkomandi. Við urðum að flytja árshátíðina aftur um einn dag, á 14. apríl, vegna þess að tæknimaðurinn okkar er ekki á svæðinu þann 15. Á árshátíðinni verður leikritið Ronja, eftir Astrid Lindgren, sýnt. Eins og búið er að koma fram urðum við að fresta árshátíðinni vegna veikinda margra nemenda en nú erum við búin að dagsetja hana enn á ný með möguleika á aukasýningu þann 17.
15.03.2016
Stefnt er á að árshátíð Öxarfjarðarskóla verði þann 15. apríl næstkomandi. Á árshátíðinni verður leikritið Ronja, eftir Astrid Lindgren, sýnt. Eins og búið er að koma fram urðum við að fresta árshátíðinni vegna veikinda margra nemenda en nú erum við búin að dagsetja hana upp á nýtt þann 15. apríl með möguleika á aukasýningu þann 17.