Fréttir

Myndbandasamkeppni forvarnadagsins

Forvarnadagur forsetans var haldinn í­ sjötta sinn nú í­ haust. Í þetta sinn voru framhaldsskólarnir með í­ verkefninu og haldin var stuttmyndasamkeppni þar sem nemendur framhaldsskólanna og 10. bekkingum var boðið að taka þátt. Alls bárust um 60 myndbönd í­ keppnina og hér eru þau þrjú sem valin voru sigurstranglegust. Þau voru kynnt á Bessastöðum í­ sí­ðasta mánuði. Smellið á "lesa meira" til að sjá slóðir á myndböndin.

Litlu jól

Litlu jól Öxarfjarðarskóla verða haldin með hefðbundnu sniði fimmtudaginn 15. desember. Byrjað verður að dansa í­ kringum jólatréð klukkan 14 og verður dansað til klukkan 16. Allir sem áhuga hafa á að vera með okkur þessa stund eru hjartanlega velkomnir

Fjáröflun

Unglingadeildin er að selja ýmsar vörur til fjáröflunar fyrir skólaferðalagi í­ vor. Það sem er í­ boði er 500 gr af súkkulaðihjúpuðum lakkrí­s frá Freyju, 500 gr af hlaupi, jólapappí­r, 4 rúllur, skrautstjörnur og borðar og kertapakki sem inniheldur 4 löng, rauð kerti, 50 sprittkerti og 1 útikerti. Lakkrí­sinn og hlaupið koma í­ jólalegum pokum, tilvalið fyrir jólin. Hafið samband í­ skólann ef þið hafið áhuga og ykkur verður færð varan við fyrsta hentugleika. Smellið á lesa meira til að sjá myndir og verð.

Kveikt á jólatrénu

Á fimmtudaginn, þann 1. desember var kveikt á jólatrénu í­ Lundi. Þegar skólabí­larnir komu um morguninn fóru allir að trénu. Þar voru sungin nokkur jólalög í­ ní­standi frosti og ljósin tendruð. Tréð er hið fallegasta með hví­tum ljósum.

Nýtt útlit á vef skólans

Eins og fólk hefur trúlega tekið eftir er vefur skólans kominn aftur í­ gagnið með nýju útliti. Hann lá tí­mabundið niðri vegna smávægilegrar bilunar þegar verið var að skipta um útlit. Flest gögn og annað sem var á gamla vefnum hefur flust yfir á þann nýja. í†tlunin er að með þessu nýja formi séu upplýsingar aðgengilegri og fljótlegra sé að finna það sem leitað er að. Búast má við því­ að það taki einhvern tí­ma áður en endanlegt útlit verður komið á vefinn en í­ grunninn verður hann með þessu sniði. Undir flipana efst flokkast efni eftir því­ hverju það tengist.

Skólasetning

Þessa dagana eru starfsmenn skólans að undirbúa skólabyrjun. Skólasetning Öxarfjarðarskóla verður miðvikudaginn 24. ágúst, kl. 17:30.

Myndir frá skólaslitum

Öxarfjarðarskóla var slitið í­ kvöld. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Það voru þau Anna Karen Sigurðardóttir, Ásdí­s Hulda Guðmundsdóttir, Bergvin Máni Mariansson, Bryndí­s Edda Benediktsdóttir, Daní­el Atli Stefánsson og Rakel Sif Vignisdóttir.

Skólaslit

Öxarfjarðarskóla verður slitið í kvöld kl. 18. Að þessu sinni munu sex nemendur útskrifast úr 10. bekk. Að lokinni útskrift 10. bekkinga og formlegum skólaslitum munu nemendur hitta sína umsjónarkennara og fá afhent einkunnablöð sín. Kaffiveitingar verða að því loknu.

Leiksýning

Unglingadeild skólans verður með aukasýningu á Slappaðu af! sem þau sýndu við góðar undirtektir áhorfenda á árshátíð skólans fyrir páska. Þetta er vönduð sýning sem mikil vinna hefur verið lögð í með söng og dansatriðum. Lifandi tónlistarflutningur er með sönglögum og er hann í höndum hljómsveitarinnar Legó.

Þetta er bráðskemmtileg sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Sýningin verður föstudaginn 29. apríl kl 20:00 í íþróttahúsinu í Lundi.

Miðaverð er:
1.500 fyrir 16 ára og eldri
1.000 fyrir börn á grunnskólaaldri
Frítt inn fyrir yngri börn

Í hléi verður opin sjoppa.

Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum.

Árshátí­ð

Fimmtudaginn 14. apríl verður árshátíð Öxarfjarðarskóla.
Vegna framkvæmda í Skúlagarði, þar sem árshátíðin hefur verið undanfarin ár, hefur orðið að flytja hana og verður hún haldin í íþróttahúsinu í Lundi.
Dagskrá:
1.-4. bekkur sýna leikritið Svínahirðinn eftir Björgu Árnadóttur.
5.-7. bekkur sýna leikritið Herramennina eftir Önnu Jórunni Stefánsdóttur.
8.-10. bekkur sýna svo leikritið Slappaðu af! eftir Felix Bergson.
Dagskráin hefst kl. 19:30.
Aukasýning með leikriti unglingadeildar verður eftir páska. Stefnt er á að hún verði föstudagskvöldið 29. apríl.
Sjoppa verður á staðnum þar sem í hléi verður hægt að kaupa sælgæti, gos og kaffi.
Miðaverð fullorðnir: 1500 kr.
Miðaverð fyrir börn á grunnskólaaldri er 1000 kr.
Frítt inn fyrir börn á leikskólaaldri
Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum.
Starfsfólk og nemendur Öxarfjarðarskóla