Skóli mun verða með nokkuð venjulegu sniði fyrir hádegi. Einhver
tími fer væntanlega í að undirbúa hátíðarverðinn sem verður í hádeginu. Það mun verða með hefðbundnu
sniði, snætt verður hangikjöt og ís í eftirrétt. Eldri nemendur munu að venju aðstoða yngri nemendur við borðhaldið. Eftir
hádegi verður samverustund hverrar deildar með sínum kennurum þar sem pakkapúkkið fer fram. Síðan verður komið saman aftur niðri í
matsal og gengið í kringum jólatréð.