Fréttir

Litlu jólin - Gleðileg jól!

Litlu jólin voru haldin í leik- og grunnskóladeild í dag og héldum við fast í hefðirnar. Eldri og yngri börn eru pöruð saman til borðs við hátíðarmatinn í hádeginu.

Góðverk yngri deildar

Í aðdraganda jóla er margt sem leitar á hugann og okkur langar að gleðja aðra. Yngri deildin ákvað að gera góðverk og sendi eldri borgurum í Stóru Mörk litlar heimatilbúnar gjafir með fallegum skilaboðum.

Jólatónleikar Tónlistarskólans

Í gær voru jólatónleikar Tónlistarskólans haldnir í sal skólans og að venju var vel mætt. Sígild jólalög voru ýmist sungin eða spiluð við mikinn fögnuð viðstaddra.

Síðasti samsöngur ársins

Í morgun var síðasti samsöngur þessa árs og eru það jólalögin sem eru efst á baugi.

Jólaföndurdagur

Glatt var á hjalla í dag þegar nemendur leik- og grunnskóladeilda ásamt foreldrum, systkinum, ömmum og öfum komu saman til að föndra. Hefð hefur verið fyrir jólaföndurdegi í áratugi og alltaf gaman að koma saman, hlusta á jólalög og fá réttu stemninguna með því að búa til skemmtilega hluti. Að venju var boðið upp á nokkrar stöðvar og var gleðin ríkjandi. Í lok dags var boðið upp á kaffi, djús og smákökur í matsalnum.

Skákmeistari í heimsókn

Í gær fengum við skákmeistara, Birki Karl Sigurðsson, í heimsókn sem hélt námskeið fyrir alla nemendur skólans auk þess sem nemendur úr Grunnskóla Raufarhafnar komu einnig og tóku þátt.

Börnin á Vinakoti fengu heimsókn frá Björgunarsveitinni Núpum

Ómar Gunnarsson frá björgunarsveitinni Núpum heimsótti Vinakot í dag með fræðslu um starf björgunarsveitarinnar.

Tendrað á jólatrénu

Í gærmorgun var tendrað á jólatrénu við skólann eins og venja er í upphafi aðventu og safnast þá bæði leik-og grunnskólanemendur þar saman. Þó fimbulkuldi biti í kinnar, létum við ekki deigan síga og sungum og dönsuðum í kringum tréð.

Frábær árshátíð Öxarfjarðarskóla

Þá er vel heppnaðri árshátíð skólans lokið þetta árið. Allir nemendur skólans auk elstu barna leikskólans stigu á svið, sungu og léku.

Dagur íslenskrar tungu

Í morgun fögnuðum við degi íslenskrar tungu (16.nóvember) og jafnframt 217 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar sem lagði sitt af mörkum til nýyrðasmíði á íslensku.