Fréttir

Foreldrafundur haldinn í síðustu viku

Foreldrafundur var haldinn í síðustu viku, þann 26.september og var vel mætt enda boðið upp á dýrindis veitingar og áhugaverða dagskrá.

Dagur íslenskrar náttúru

Í gær, á Degi íslenskrar náttúru, fögnuðum við í Öxarfjarðarskóla með því að efna til ratleikjar meðal allra nemenda grunnskólans. Nemendum var skipt í aldursblandaða hópa og áttu í sameiningu að leysa þrautir sem búið var að hengja upp hér og þar í nágrenni skólans.

List fyrir alla - Svakalegar sögur

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá listaverkefninu List fyrir alla þar sem þær Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og Blær Guðmundsdóttir teiknari héldu skemmtilega kynningu fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi.

Valfög á haustönn

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla skal þess gætt að jafnvægi ríki milli bóklegra og list-og verkgreina og ekki halli á verklegt nám. Þrátt fyrir smæð skólans getum við boðið upp á býsna fjölbreytt úrval af valgreinum fyrir mið-og unglingastig sem eru á stundaskrá tvisvar í viku.

Skólasetning og fyrsta vikan

Öxarfjarðarskóli var settur sl. þriðjudag 20.ágúst. Í ár verða nemendur alls 61 í samreknum leik- og grunnskóla - þar af 38 grunnskólabörn.

Eldur, ís og mjúkur mosi í Gljúfrastofu

Í gær opnaði sýningin Eldur, ís og mjúkur mosi í Gljúfrastofu. Á sýningunni eru verk nemenda í Öxarfjarðarskóla sem voru hluti af sýningunni Eldur, ís og mjúkur mosi en það var samstarfsverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs, Náttúruminjasafns Íslands, grunn- og leikskóla í nágrenni þjóðgarðsins, og breiðs hóps hönnuða og listafólks í heimabyggð skólanna. Jenny Please vann verkið með nemendum frá 1.-10. bekk. í Öxarfjarðarskóla

Innra matsskýrsla Öxarfjarðarskóla 2023-2024

Innra matsskýrsla hefur verið unnin fyrir skólaárið 2023-2024 og var til umfjöllunar í Fjölskylduráði Norðurþings 11.júní.

Laus kennarastaða við skólann

Við leitum eftir áhugasömum kennara til starfa með okkur í teymi á mið- og unglingastigi frá og með næsta hausti!

Skólaslit Öxarfjarðarskóla

Skólaslit fóru fram síðastliðinn föstudag, 24. maí. Tveir nemendur 10.bekkjar útskrifuðust og einn starfsmaður kvaddur.

Nemandi skólans í 6.sæti í Pangea stærðfræðikeppni

Jón Emil Christophsson náði 6. sæti af 2246 nemendum sem tóku pátt í 8. bekk. Þetta er annað árið í röð þar sem við erum með nema meðal efstu 10 en Björn Ófeigur hafnaði í 10. sæti í fyrra. Jón Emil náði 30 stig í úrslitum en sigurvegarinn fékk 36 stig. Við erum að sjálfsögðu stolt af okkar manni og óskum honum innilega til hamingju með frábæran árangur!