Þá er vel heppnaðri árshátíð skólans lokið þetta árið. Allir nemendur skólans auk elstu barna leikskólans stigu á svið, sungu og léku.
Nemendur yngri deildar ásamt elstu börnum leikskólans sýndu valda kafla úr hinu sígilda verki Astridar Lindgren um Emil í Kattholti. Þau stóðu sig afskaplega vel í söng og leik og skemmtilegir leikmunir og leikmynd lífguðu mikið upp á sýninguna.
Mið- og unglingastig sýndi einnig klassískt verk en í nútímabúningi um Öskubusku online eins og titillinn gefur til kynna. Leikmynd, búningar og leikmunir gerðu mikið fyrir sýninguna og römmuðu stemninguna.
Við munum fljótlega setja inn upptökur frá árshátíðinni inn á heimasíðu skólans.
Hér má sjá myndir frá leikverki yngri deildar:
Hér eru myndir úr Öskubusku online: