Ómar Gunnarsson frá björgunarsveitinni Núpum heimsótti Vinakot í dag með fræðslu um starf björgunarsveitarinnar.
Hann færði einnig öllum börnum à leikskólanum tvö endurskinsmerki frá björgunarsveitinni og talaði um mikilvægi þess að bera endurskinsmerki núna þegar dimmasti tíminn gengur í garð. Börnin voru mjög glöð og settu endurskinsmerki á útifötin sín.
Okkur finnst alltaf gaman að fá heimsóknir og fræðslu.