Skákmeistari í heimsókn

Í gær fengum við Birki Karl Sigurðsson, skákmeistara, í heimsókn sem hélt námskeið fyrir alla nemendur skólans auk þess sem nemendur úr Grunnskóla Raufarhafnar komu einnig og tóku þátt. Hann var ánægður með hversu mörg kunnu mannganginn og fannst gaman að koma til okkar. Mikill áhugi var meðal nemenda og greinilegt að þau höfðu ekki síður gaman af. Vonandi hefur heimsóknin kveikt enn meiri neista til frekari skákiðkunar.