Tendrað á jólatrénu

Í gærmorgun var tendrað á jólatrénu við skólann eins og venja er í upphafi aðventu og safnast þá bæði leik-og grunnskólanemendur þar saman. Þó fimbulkuldi biti í kinnar, létum við ekki deigan síga og sungum og dönsuðum í kringum tréð.  Það er alltaf mikill spenningur þegar aðventan gengur í garð og tilhlökkun fyrir jólunum.