Jólaföndurdagur

Glatt var á hjalla í dag þegar nemendur leik- og grunnskóladeilda ásamt foreldrum, systkinum, ömmum og öfum komu saman til að föndra. Hefð hefur verið fyrir jólaföndurdegi í áratugi og alltaf gaman að koma saman, hlusta á jólalög og fá réttu stemninguna með því að búa til skemmtilega hluti. Að venju var boðið upp á nokkrar stöðvar og var gleðin ríkjandi. Í lok dags var boðið upp á kaffi, djús og smákökur í matsalnum.