Litlu jólin - Gleðileg jól!

Litlu jólin voru haldin í leik- og grunnskóladeild í dag og héldum við fast í hefðirnar. Eldri og yngri börn eru pöruð saman til borðs við hátíðarmatinn í hádeginu. Síðan var haldið í heimastofur og skipst á pökkum, farið í jólaleiki o.fl.
Jólaballið var á sínum stað og foreldrar komu og tóku þátt. Þeir Jónas Þór og Guðni Bragason spiluðu fyrir dansi og síðan kíktu þeir Skyrgámur og Hurðaskellir í heimsókn, sögðu okkur sögu af hremmingum sínum á leiðinni til okkar og dönsuðu með börnunum í kringum jólatréð. Að lokum var boðið upp á kaffi, kakó, ávexti og smákökur. Við förum glöð inn í jólafríið og óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.