Fréttir

Íþróttadagur á Raufarhöfn

Í gær, 19. nóvember, fóru allir nemendur skólans ásamt stærstum hluta starfsmanna í­ heimsókn til Raufarhafnar. Smelllið á lesa meira til að fá myndatengil og lesa nánar um daginn.

íšti- og náttúruleikir

Alli og Stella á Ví­kingavatni komu hér í­ skólann sí­ðast liðinn fimmtudag. Þau eru að vinna að fræðsluverkefniefni, þar sem meðal annars eru teknir fyrir útileikir/náttúruleikir sem börn og foreldrar geta lagt stund á saman. Þau hyggja á að gefa efnið út í­ lí­tilli bók og vantaði að fá að prufa leikina og ljósmynda nemendur við leikinn. Þau fengu hverja deild grunnskólans í­ um klukkustund fyrir sig út í­ leiki. Þótt blautt væri var ekki annað að sjá en að nemendur skemmtu sér vel úti í­ haustlitunum.

Gjöf frá Kvenfélagi Keldhverfinga

Í dag var skólanum færð höfðingleg gjöf frá Kvenfélagi Keldhverfinga.

Lengd viðvera hefst 18. september

Lengd viðvera er nú að hefjast. Við minnum á að skólabí­larnir fara seinna þá daga, það er þriðjudaga til fimmtudaga. Bí­larnir fara frá skólanum upp úr kl. 16.

Sigursæl á Laugamóti

Nemendur Öxarfjarðarskóla áttu góðan dag á grunnskólamóti á Laugum á föstudaginn. Krakkarnir fóru af stað einbeitt í­ því­ að vinna stuðningsbikarinn og höfðu m.a. búið til fána og ennisbönd í­ þeim tilgangi. Enda var bikarinn þeirra í­ lok mótsins. Í stigakeppninni urðum við í­ jöfn Mývetningum í­ 2.-3. sæti en Litlu-Laugaskóli vann mótið. Í einstökum greinum unnu stelpurnar okkar körfuboltann, Addi vann vann bæði kúluvarp og langstökk og að öllu leyti stóðu nemendur okkar sig með sóma.