Katrín Eymundsdóttir, Guðríður
Baldvinsdóttir og Helga Árnadóttir komu færandi hendi til okkar í morgun. Þær færðu skólanum einingakubbasett frá Krumma,
í tilefni af 90 ára afmæli kvenfélagsins. Kubbasettið mun fyrst og fremst nýtast í starfi með leikskólabörnum og tók Elisabeth
við gjöfinni fyrir hönd leikskóladeildarinnar. Einingakubbarnir eru hannaðir af Caroline Pratt, uppeldisfrömuði, sem stofnaði eigin skóla "City and
Country School” í New York. Kubbarnir nýtast ekki einungis í leik heldur gagnast þeir til dæmis við stærðfræðikennslu (sjá
nánar á heimasíðu Krumma).