Íþróttadagur á Raufarhöfn

Í gær, 19. nóvember, fóru allir nemendur skólans ásamt stærstum hluta starfsmanna í heimsókn til Raufarhafnar. Markmið dagsins var að veita nemendum skólanna tveggja tækifæri til að hittast, en einnig að gefa okkar nemendum færi á að komast í dýpri sundlaug en laugin sem þau læra í er nú ekki mjög djúp. Það er öðruvísi að synda þegar þú veist að hægt er að stíga til botns heldur en þar sem dýpið er það mikið að þú verður að halda þér á floti þótt þér fatist tökin. Við notuðum líka tækifærið og hlupum saman norræna skólahlaupið og hver hópur var um klukkustund í íþróttahúsinu við ýmsar íþróttir og leiki. Dagurinn heppnaðist mjög vel í alla staði og erum við öll alsæl með hvernig til tókst.

Myndir frá deginum