Fréttir

Köngulóaþema í­ 1.-3. bekk

http://oxarfjardarskoli.nordurthing.is/myndir/gallery/Vetur_09-10/Konguloatema/DSC04256.JPGFrá 1.-3. bekk.
Undanfarnar vikur höfum við verið að fræðast um köngulær og lifnaðarhætti þeirra.

Búnir hafa verið til köngulóarvefir úr pípuhreinsurum, bandi og pappír.

Einnig erum við að lesa bókina Vefurinn hennar Karlottu, sem fjallar um dýrin á bóndabænum og vináttu þeirra, í aðalhlutverki þar er köngulóin Karlotta.

Börnin hafa verið mjög áhugasöm.

Í dag fimmtudaginn 26. nóvember höfðum við svo köngulóardag þar sem börnin bökuðu köngulóarköku í heimilisfræði og svo skreyttu þau kökurnar.

Að lokum var 4. og 5. bekk boðið í heimsókn og fengu þau fræðslu hjá 1.-3. bekk um köngulær. Að sjálfsögðu var svo öllum boðið í köngulóarkökuveislu.

Gunna M., Vigís og Dúna.

Foreldrafundur í­ kvöld

Við minnum á foreldrafundinn í kvöld, 26. nóvember.
Fundurinn verður í Lundi og mun hefjast kl. 19:30
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Heitt verður á könnunni og meðlæti með kaffinu.

Pappí­r og lakkrí­s til sölu

Unglingadeild skólans er komin af stað með fjáraflanir í ferðasjóð.

Nú er aftur kominn í sölu salernis- og eldhúspappírinn sem var svo vinsæll í fyrra. Pakkningin hefur einungis hækkað um 200 kr. síðan í vor, kostar aðeins 3.200 kr pakkningin. Í pakkningu eru 48 salernisrúllur eða 24 eldhúsrúllur. Sérstakt tilboð verður ef fólk kaupir tvær pakkningar í einu, eða tvær á gamla verðinu, 6.000 kr.

Einnig er unglingadeidln með 500 gr poka af úrvals lakkrís til sölu á 800 kr. pokinn. Eins og sést á myndinni er þetta blanda af hreinum lakkrís og marsipan. Við erum búin að smakka og mælum hiklaust með honum.

Eimskip-Flytjandi veitti krökkunum veglagan styrk með því að gefa þeim flutninginn á öllum herlegheitunum hingað norður og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir.


Fréttakorn í­ nóvember

Photo By: Christopher Bienko Dartmouth, Nova Scotia, Canada

Svo ótrúlega sem það kann að virðast er kominn mánuður frá síðasta fréttakorni. Með því að smella á lesa meira er hægt að lesa pistil Hrundar um það helsta sem gerst hefur undanfarinn mánuð og það sem framundan er. Þar er m.a. sagt frá degi íslenskrar tungu, flensu og ýmsu fleiru.

 

Gjafir til skólans

Skólanum hafa borist höfðinglegar gjafir á síðustu vikum.

Sigurður á Tóvegg færði skólanum stafrænan Braun Thermoscan hitamæli sem mælir hitastig í eyra, ásamt pakka af auka hlífum.

Kvenfélag Öxarfjarðar gaf svo skólanum stafræna myndavél; Olympus MJU-5000 vél.

Við erum afar þakklát fyrir þessar gjafir og þær eiga eftir að koma sér vel. Það er alltaf gott að finna fyrir velvild í garð skólans.

Myndavélin er strax komin í notkun og veitti ekki af því gömu vélarnar voru orðnar lúnar og nánast ónothæfar. Hitamælirinn á eftir að koma að góðum notum þegar næsta veikindabylgja gengur yfir.

Helgarferð björgunarsveitarvals

Í gær birtist á vef Landsbjargar ferðasaga frá gönguferð sem 13 nemendur úr björgunarsveitarvali fóru ásamt umsjónarmönnum um miðjan október. Sylvía Dröfn á mestan heiður af textanum.

Slóð á ferðasögu

Slóð á myndir úr ferðinni