Vel heppnaður Gauragangur

Unglingadeild skólans sýndi í gærkvöldi leikritið Gauragang við mjög góðar undirtektir sýningargesta. Tókst krökkunum frábærlega vel upp í hlutverkum sínum og sýndu skemmtilega hæfileika sem leikarar og söngvarar. Þeir sem voru það óheppnir að missa af sýningunni þurfa ekki að örvænta því til stendur að sýna leikritiið jafnvel aftur eftir jól. Myndir frá sýningunni er að finna hér.