Krí­lakot í­ Dimmuborgum

Verkalýðsfélag Húsavíkur bauð leikskólabörnum Norðurþings í ferðalag í Dimmuborgir þann 13. des. Það voru börn fædd 2001 og 2002 sem stóð til boða að fara. Ferðin heppnaðist mjög vel. Gunna Magga fór með börnin úr Krílakoti til Húsavíkur þar sem rútur tóku við börnunum og keyrðu upp í Mývatnssveit.

 

Börnin hittu jólasveinana í Dimmuborgum og skemmtu sér með þeim. Á eftir var farið í kaffistofu jólasveinanna og var þar boðið upp á vel þegna hressingu.
 
Gunna Magga var dugleg að taka myndir og er hægt að skoða þær hér
 
Einnig er hægt að skoða frétt og myndir á heimasíðu Bestabæjar, en þar kemur m.a. fram að sjónvarpsmenn hafi verið með í för og þess megi vænta að á næstu dögum verði sýnt frá ferðinni í sjónvarpinu.