Jólatónleikar

Nú eru árlegir jólatónleikar Tónlistarskóla Öxarfjarðarhéraðs að skella á. Nemendur og kennarar skólans munu flytja alls konar tónlist, en auðvitað verður sérstök áherla lögð á jólalög frá öllum tímum.
Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir í skólahúsinu á Kópaskeri sunnudaginn 17. desember og byrja þeir kl. 5 Aðgangur er ókeypis
og vonum við að sem flestir sjái sér fært að koma og upplifa smá jólasemmningu með okkur.
Björn Leifsson