Nemandi skólans í 6.sæti í Pangea stærðfræðikeppni

Síðustu helgi, laugardaginn 11. maí, fóru fram úrslit Pangea 2024 í Menntaskólanum við Hamrahlíð í áttunda skiptið. Samtals tóku 4793 nemendur úr 59 skólum þátt í ár, 2.246 úr 8.bekk og 2.547 úr 9.bekk. Jón Emil Christophsson náði 6. sæti af 2246 nemendum sem tóku pátt í 8. bekk. Þetta er annað árið í röð þar sem við erum með nema meðal efstu 10 en Björn Ófeigur hafnaði í 10. sæti í fyrra. Jón Emil náði 30 stig í úrslitum en sigurvegarinn fékk 36 stig. 

Pangea er stærðfræðikeppni sem haldin er í yfir 17 löndum í Evrópu. Á Íslandi var keppnin var fyrst haldin vorið 2016 og er fyrir alla nemendur áttundu og níundu bekkja grunnskóla landsins. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka.

Hér má sjá myndir frá keppninni: