Síðastliðinn fimmtudag, 26.júní, stóð foreldrafélag skólans fyrir sumarhátíð leikskólans eins og verið hefur undanfarin ár. Hoppukastali var fenginn á svæðið sem vakti mikla lukku, börnin fengu andlitsmálningu og svo kom Ómar Gunnarsson á björgunarsveitarbílnum og sexhjól og gaf þeim tækifæri sem vildu að fara með sér smá hring. Það var mikið sport. Síðan var sett upp hjólabraut og að lokum grillaðar pylsur auk þess sem börnin fengu sumargjöf.
Virkilega vel heppnuð samvera þennan dag og allir kátir með framtakið - bæði ungir sem aldnir.