Bernd Ogrodnik brúðumeistari kom og
sýndi brúðuleikrit sitt um Pétur og úlfinn í skólahúsinu á Kópaskeri í morgun. Áhorfendur voru nemendur og
starfsfólk Öxarfjarðarskóla og Grunnskólans á Raufarhöfn. Það var þétt setið í gryfjunni og mikil og góð
stemning meðal áhorfenda, enda gerði Bernd það listilega að virkja áhorfendur með. Frábær sýning í alla staði.
Hægt er að lesa um Bernd Ogrodnik með að smella hér (kynning Þjóðleikhússins) og hér (viðtal frá fræðsludeild Þjóðleikhússins)