Í sumar og haust hefur verið unnið að endurbbótum á aðstöðu leikskóladeildar í Lundi. Byggt var andyri við innganginn og handmenntastofa færð svo nú er leikskólinn í tveimur aðliggjandi stofum sem innangengt er á milli. Nýtt salerni var sett upp í eldri aðstöðu leikskólans og gluggi settur á milli stofa. Í andyri er nú aðstaða til að geyma vagna og þar er einnig þurrkskápur svo hægt sé að þurrka blaut föt.
Langþráð girðing er nú komin utan við leikskólann svo nú er sleppa yngstu börnum lausum án þess að eiga á hættu að týna þeim út í skóg. Innan þessarar girðingar er sandkassi og önnur leikaðstaða.