Þriðjudaginn 29.september tóku nemendur Öxarfjarðarskóla
þátt í Norrænaskólahlaupinu. Í boði voru þrjár vegalengdir, 2,5km, 5km og 10km. Voru það 41 nemandi úr grunnskólanum
og 2 úr leikskólanum sem tóku þátt. Krakkarnir fengu hið besta veður til að hlaupa í og stóðu sig með prýði. Krakkarnir
hlupu í heildina 172,5 km eða rúmlega vegalengdin héðan úr Lundi og inn á Akureyri.
ÞH