Valentínusarball var haldið
á vegum félagsmiðstöðvarinnar fyrir unglinga í 7.-10. bekk, föstudaginn 16. febrúar. Skipulag og skreytingar voru í höndum unglinganna
sjálfra. Smellið á "lesa meira" hér fyrir neðan til að lesa skrif Gunnu Möggu um kvöldið, en hún
hélt utan um það í fjarveru umsjónarmanns.
Unglingarnir voru mjög dugleg að skreyta matsalinn með ljósaseríum og á dúkuðum borðum voru kertaljós. Öll
aðkoma var einstaklega falleg.
Unglingarnir mættu síðan í sínu fínasta pússi. Stúlkurnar í kjólum og með uppsett hárið.
Drengirnir voru í jakkafötum eða í betri fötum með bindi. Þau voru öll stórglæsileg. Margir voru búnir að para sig saman
og eftir myndatöku var byrjað að dansa. Það var glæsilegt að sjá þennan hóp dansa saman, greinilegt er að danskennsla í
skólanum hefur skilað sér vel. Bæði voru dansaðir gömlu dansarnir og eins þeir nýju og auðvitað var kokkurinn dansaður við
góðar undirtektir.
Myndir frá kvöldinu eru
hér.