Undankeppni fyrir Söngkeppni Samfés var haldin á Sauðárkróki sl. föstudagskvöld 2. febrúar. Við fórum með keppendur óg áhorfendur frá félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins. Farið var á tveimur rútum, samtals um 90 manns. Keppendur okkar stóðu sig með sóma og áttu öll skilið að fá viðurkenningu fyrir framlag sitt. En ekki er hægt að láta alla vinna. Krakkarnir frá Húsavík unnu með sitt framlag, en fjórar aðrar félagsmiðstöðvar komust auk þeirra í úrslitakeppnina.
Kristveig og Íris stóðu sig vel með sitt framlag og hefðu átt skilið að fá viðurkenningu fyrir frumlega búninga og líflega sviðsframkomu, en þar báru þær af.
Eftir keppnina var ball með Love Gúrú og var mikið dansað.