Nú heilsar annað fréttabréf skólaársins. Í því má m.a. lesa um Haustgleði, vettvangsnám kennara, foreldrafund, foreldrasamtöl, fræðslufund frá Fjölskylduþjónustunni o.fl. Fréttabréfið fer á vef skólans ásamt myndum úr starfi skólans og er líka sent út til þeirra sem ekki hafa aðgang að tölvu.
Smellið á lesa meira til að sjá pistiilinn.
Þessa dagana fer fram vettvangsnám Kristjáns Inga og Jóhönnu Elínar í tengslum við kennaranám þeirra í HÍ.
Við vorum svo heppin að þau fengu að taka vettvangsnámið í sínum heimaskóla og prófa hugmyndir sínar þar. Við stokkum
svolítið upp stundarskrá meðan á vettvangsnámi þeirra stendur og koma starfsmenn að hópunum með stuðning eftir
þörfum.
Myndir frá vettvangsnámi
Jóhönnu og Kristjáns Inga
Jóhanna er með metnaðarfullt þemaverkefni úr ull. Þetta er þæfingarverkefni sem tengist að hluta til jólunum. Það er gaman
að fá að fylgjast með þessu starfi og streyma frá Jóhönnu og nemendum hennar stórskemmtilegir hlutir, þæfðir úr ull, s.s.
jólasveinar, snjókarlar, jólakettir, skrautlegar jólakúlur, fallegir skartgripir o.fl.
Kristján Ingi er með þemaverkefni í dönsku og þar tengir hann unglingadeildina saman í samvinnuhópum þvert á aldur og er 7. bekkurinn með í því verkefni. Hrund stendur við hlið hans í þessu verkefni enda hans viððtökukennari. Þetta hefur gengið vel og mikilvægt að tengja aldurshópana saman á þennan hátt. Þessa dagana eru unglingadeildarnemendur, í tengslum við dönskunámið, að útbúa stuttmynd sem tengist dönsku bókinni sem þau voru að lesa.
Anna Englund hefur verið dugleg að fara með nemendur út í heimilisfræði og fá þau að elda við opinn eld og fara í leiki. Myndir frá því eru hér.
Guðrún Margrét og Einar Magnús eru með valhóp í útikennslu á mánudögum. Þau hafa farið nokkur skipti í
Akurgerði og verið að grisja þar og fá þar með efni til að nota í útikennslustofuna. Hér eru myndir úr síðustu
ferð.
Við hvetjum ykkur til að líta á myndir úr starfi grunnskólans og leikskóladeildanna sem við erum nýbúin að setja á vef skólans.
Leikskóladeild Lundi
Í leikskóladeild Lundar eru 12 nemendur. Elstu börnin taka þátt í verkefninu Brúum bilið á mánudögum ásamt 1.– 2. bekk grunnskólans. Meðan á sundnámskeiði stóð fóru börnin tvisvar í sund. Íþróttir eru á dagskrá einu sinni í viku og kemur iðjuþjálfi þar að og veitir ráðgjöf. Eins kemur sérkennari að starfi deildarinnar. Nemendur 10. bekkjar þær María, Magga og Sylvía eru í leikskólavali og koma inn í starfið einu sinni í viku – gengur mjög vel!!
Leikskóladeild Kópaskeri
Á Krílakoti á Kópaskeri rennur starfið vel af stað. Fjöldi nemenda á deildinni er 10 þegar flest er og verða 11 í nóv ember og eru starfsmenn 3. Fastir liðir verða í vetrastarfinu eins og síðustu vetur og má þar nefna íþróttahúsið og heimsóknir á bókasafnið. Gunna Magga kemur í heimsókn til okkar og veitir okkur ráðgjöf varðandi nemendur og svo fáum við Conny Spandau með okkur í íþróttahúsið. Helstu áherslur okkar í vetur verða á umhverfið, okkur sjálf, vináttuna og samskipti, leikinn og svo verður auðvitað litað, málað, púslað, perlað, pinnað og margt fleira. Myndir frá leikskólanum
Á döfinni:
Að lokum viljum við minna á að foreldrar og forráðamenn nemenda eru ávallt velkomnir í skólann okkar hvort sem það er í heimsókn eða til þess að fylgjast með lífi og starfi í skólanum.