Um helgina, 10. og 11. október, var haldið stuttmyndanámskeið
í skólanum. Þetta námskeið er liður í undirbúningi undir stuttmyndahátíðina Stulla (
stulli.is). Til stóð að námskeiðið yrði haldið á Laugum og annað um næstu helgi á Akureyri. Þegar ljóst var
að þátttaka væri dræm úr suðursýslunni var leitað eftir því hvort við gætum haldið námskeiði. Það
var auðsótt mál og var námskeiðið haldið hér fyrir 12 nemendur frá okkur, 13 frá Raufarhöfn og 9 frá
Þórshöfn.
Kennari á námskeiðinu var Kristján Kristjánsson sem m.a. gerði þættina um Venna páer sem sýndir voru á Skjá einum á
sínum tíma.
Nemendum var skipt upp í hópa og voru þeir myndaðir út frá skólunum. Hóparnir fengu það verkefni að að skrifa handrit að
stuttmynd sem þeir síðan tóku upp, bæði eftir sínu handriti og annarra.
Námskeiðið tókst mjög vel og var ekki annað að sjá en þátttakendur færu þreyttir en ánægðir heim.
Myndir frá námskeiðinu