Fréttir

Fréttakorn í­ janúar frá Öxarfjarðarskóla

Gleðilegt nýtt ár 2009!

Nú eru liðnar rúmar tvær vikur af nýju skólaári og starfsfólk og nemendur koma jákvæðir til leiks og tilbúnir að takast á við verkefni nýrrar annar.  

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á stundatöflum nemenda, mest þó í miðdeild þar sem Ann-Charlotte er farin í barneignarfrí.  Inga Fanney hefur nú tekið við miðdeildinni á móti Þorsteini sem er umsjónarkennari þeirra og hefur Þorsteinn einnig tekið við íþróttakennslu í 5.-10 bekk, ásamt Conny sem hefur umsjón með yngri deild.

Í unglingadeild fá nemendur eftirleiðis vikuáætlun í íslensku sem þeir eiga að inna af hendi í skólanum og vera búnir að ljúka í vikulokin.

Matseðill fyrir janúar

Swedish chef and a mooseMatseðill sem gildir út janúar er kominn inn á vefinn. Hægt er að finna matseðilinn undir mötuneyti í valmyndinni hér til vinstri.

Skáknámskeið

Laugardaginn 31 janúar nk. mun Skákskóli Íslands heimsækja okkur Þingeyinga og halda skáknámskeið fyrir börn og unglinga.  
Námskeiðið mun fara fram í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Námskeiðið er á vegum skákfélagsins Goðans.
Björn Þorfinnsson alþjóðlegur skákmeistari og Davíð Kjartansson skákkennarar munu kenna á námskeiðinu.
Námskeiðið hefst kl 10:00 og því lýkur um kl 18:00 síðdegis. (nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur)

Gleðilegt nýtt ár



Í dag, mánudag, er starfsdagur kennara en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudaginn 6. janúar. Við hlökkum til að hitta nemendur endurnærða eftir gott jólafrí.