Laugardaginn 31 janúar nk. mun Skákskóli Íslands heimsækja okkur Þingeyinga og halda skáknámskeið fyrir
börn og unglinga.
Námskeiðið mun fara fram í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á
Húsavík.
Námskeiðið er á vegum skákfélagsins Goðans.
Björn Þorfinnsson alþjóðlegur skákmeistari og Davíð Kjartansson skákkennarar munu kenna á
námskeiðinu.
Námskeiðið hefst kl 10:00 og því lýkur um kl 18:00 síðdegis. (nánari dagskrá verður send út
þegar nær dregur)
Námskeiðsgjald verður kr 1500 á nemanda. (1000 krónur bætast við fyrir hvert systkyni, upp að 3.)
Ókeypis Pizzuveisla í hádeginu og eitthvað gott síðdegis.
ATH.. Stefnt er á að halda fjöltefli á Húsavík kvöldið áður (föstudagskvöldið 30 janúar)
sem verður öllum opið. Það munu þeir Davíð og Björn etja kappi við okkur Þingeyinga.
Það er ástæða til að hvetja börn og unglinga í sýslunni til þess að nýta sér þetta
námskeið nú þegar það býðst, því ekki er líklegt að þetta bjóðist á hverju ári hér
eftir. Síðasta heimsókn skákskóla Íslands til okkar var á til Húsavíkur árið 1996, þannig að kominn er
tími á heimsóknina.
Þegar nær dregur mun verða send út nákvæmari dagskrá um heimsóknina.
Ef spurningar vakna, hafið þá samband við formann skákfélagsins Goðans, Hermann Aðalsteinsson í síma 4643187
og 8213187 eða með tölvupósti, lyngbrekka@magnavik.is.
Kv Hermann Aðalsteinssson