Síðustu vikur hafa litast af undirbúningi árshátíðar skólans sem haldin verður í Skúlagarði föstudaginn 28.nóvember kl. 17:00.
Nemendur og kennarar hafa haft í nógu að snúast við að útbúa leikmyndir, leikmuni, búninga en ekki síst æfingar á textum og lögum. Ávallt ríkir mikil tilhlökkun í hópnum í aðdraganda árshátíðar og við vonumst til að sjá sem allra flesta í Skúlagarði!