Krakkar af skólasvæðinu við Öxarfjörð gengu
í fyrirtæki á Kópaskeri og sungu. Einnig var komið við í Silfurstjörnunni á leiðinni á Kópasker. Þótt
veðrið væri ekki spennandi mátti sjá furðuverur á öllum aldri, allt frá tveimur elstu árgöngum leikskóla upp í elstu
nemendur grunnskóla, vaða snjóinn á milli fyrirtækja. Þegar búið var að fylla nammipokana lá leiðin í Pakkhúsið
þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og dansað og leikið sér. Dagurinn heppnaðist vel og var einstaklega gaman að sjá einlæga
ánægju og áhuga yngstu barnanna.
Myndir úr Pakkhúsinu.