Vorgleði Öxarfjarðarskóla

Vorgleði Öxarfjarðarskóla verður haldin fimmtudaginn 21.mars og hefst kl 17:15 með kynningum yngri deildar á verkefnum þeirra um eldgos.  Borðhald hefst kl. 18:00 og munu mið-og unglingadeildarnemendur hafa veg og vanda að dagskránni sem að þessu sinni snýst um mannkynssögu en foreldrar munu sem fyrr halda utan um matargerð.  Um er að ræða þriggja rétta máltíð að vanda og hægt verður að kaupa gos með matnum. Gott að koma með reiðufé til að greiða það.

Aðgangseyrir er 4000 kr fyrir fullorðna, 1500 kr fyrir börn á grunnskólaaldri en frítt fyrir leikskólabörn.

Endilega tryggið ykkur miða með því að hafa samband í síma 465-2244 eða á netfangið christoph@oxarfjardarskoli.is 

Hlökkum til að sjá sem flesta!