Dýrmætur stuðningur

Kvenfélögin þrjú; Stjarnan, Kvenfélag Öxfirðinga og Kvenfélag Keldhverfinga eru dyggir stuðningsaðilar skólans. Fyrir skemmstu gáfu þau leik- og grunnskóladeildum hávaðamæla sem hjálpa til við að halda hávaða í skefjum í miðrými skólans, á leikskóladeild og í matsal. Þar að auki gaf Kvenfélag Keldhverfinga skólanum spil til að auka á fjölbreytni í frímínútum og frístund. Við erum virkilega þakklát kvenfélögunum fyrir góðvild og dýrmætan stuðning í garð skólans sem hafa í áranna rás stutt við skólastarfið með ýmsum hætti, s.s búnaði o.fl sem vantar hefur.  Hafið hjartans þakkir!