Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í dag tóku allir nemendur skólans þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í ljómandi hlaupaveðri.  Hlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram. Nemendur hlupu í sumarhúsabyggðinni neðan við Lund, allt frá 2 hringjum upp í 12,5 eftir aldri og þroska en allir stóðu sig með sóma.

Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan. Nemendur hafa hingað til getað valið á milli þriggja vegalengda þ.e. 2,5 km, 5 og 10 km, en nú geta skólarnir ákveðið þessar vegalengdir sjálfir allt eftir því hvað umhverfi skólanna býður upp á. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá fjölda þeirra sem hlupu ásamt heildarvegalengd sem hlaupin var. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. ( Tekið af vef Ólympíu- og íþróttasambands Íslands).

Í dag voru samtals hlaupnir 187 hringir eða 233,8 km sem gerir 6,88 km að meðaltali.
Yngri deild hljóp 96,3 km
Miðdeild hljóp 63,8 km
Unglingadeild hljóp 73,8 km