Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg með hátíðarmat, stofujólum og dansi í kringum jólatréð. Að venju voru nemendur paraðir saman sem sessunautar við borðhaldið - eldri taka að sér yngri nemendur og ávallt mikil spenna sem ríkir þegar tilkynnt er hverjir parast saman. Foreldrar og aðrir aðstandendur komu og tóku þátt í gleðinni á jólaballinu. Að venju litu jólasveinarnir við hjá okkur, færðu börnunum mandarínur, dönsuðu með þeim í kringum jólatréð og vöktu kátínu ungra sem aldinna.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla, friðar og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf á því sem er að líða.









