Í gær var haldinn árlegur jólaföndurdagur í skólanum þar sem nemendur, starfsfólk, foreldrar, afar og ömmur komu saman og áttu góða stund við föndur og spjall.
Margt skemmtilegt var í boði eins og skreyting piparkökuhúsa sem foreldrafélagið gaf hverjum nemanda skólans, ullarþæfing utan um sápur, jólasveinar og kortagerð.
Í lokin var svo boðið upp á ávexti, kaffi og smákökur. Dagurinn var einstaklega ánægjulegur og gaman að sjá hversu margir mættu til að föndra með börnunum stórum og smáum.
Takk fyrir komuna!



























