Nemendur í 1.-7. bekk Öxarfjarðarskóla tóku þátt í svakalegu lestrarkeppninni, sem stóð yfir í mánuð, frá 15. september til 15. október. Í keppninni skrá allir nemendur niður hve margar mínútur þau lesa eða hlusta á hljóðbók. Allir grunnskólar á landinu geta tekið þátt og skila skólarnir inn heildartölum, sem er síðan deilt á nemendafjölda svo allir skólar, sama hve smáir, eiga möguleika á að bera sigur úr bítum.
Sigurvegari keppninnar er tilkynntur á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, í sjónvarpsþættinum Málæði sem sýndur er á RÚV.
Hér lásu nemendur í alls 32605 mínútur, sem gerir rúma 20 klukkutíma á mann.
Miðdeild las í 13720 mínútur, sem eru 23 klst. að meðaltali á mann.
Yngri deild las í 18885 mínútur, sem eru um 19 klst. að meðaltali á mann.
Að loknu þessu átaki fengu nemendur hamborgaraveislu og franskar sem mikil ánægja var með