24.03.2017
Árshátíð Öxarfjarðarskóla verður haldin í Skúlagarði þann 31. mars og hefst hún klukkan 19.
05.03.2017
Öskudagur
Síðast liðinn miðvikudag 1. mars var kátt á hjalla enda öskudagur.
Nemendur og starfsfólk mætti í búningum í Öxarfjarðarskóla og mátti sjá ýmsar kynjaverur fara á kreik. Eftir hádegismat lögðu nemendur svo af stað í söngferð og var víða komið við. Alls staðar var tekið vel á móti hópnum og góðgæti laumað að nemendum. Það voru þær Guðrún Lilja Curtis, Guðrún Jónsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Jón Ármann sem fylgdu hópnum.
05.03.2017
Öskudagur
Síðast liðinn miðvikudag 1. mars var kátt á hjalla enda öskudagur.
Nemendur og starfsfólk mætti í búningum í Öxarfjarðarskóla og mátti sjá ýmsar kynjaverur fara á kreik. Eftir hádegismat lögðu nemendur svo af stað í söngferð og var víða komið við. Alls staðar var tekið vel á móti hópnum og góðgæti laumað að nemendum. Það voru þær Guðrún Lilja Curtis, Guðrún Jónsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Jón Ármann sem fylgdu hópnum.
27.02.2017
Tápmiklir strákar úr Öxarfirði á Meistaramóti Íslands í frjálsum 15-22 ára
23.02.2017
Kæru foreldrar/forráðamenn
Þriðdaginn 21. febrúar 2017 var boðað til ömmu- og afa-, frænku- og frænda- og foreldrakaffi í Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, Lundi. Börnin tóku á móti gestum og leiddu þá að glæsilegri myndlistarsýningu leikskólabarna. Síðan var boðið upp á söngtónleika sem leikskólabörnin héldu, flutt var 8 lög. Gestirnir fengu kaffi og góðar veitingar sem matráðarnir okkar, Hulda Hörn og Laufey Halla, sáu um. Glatt var á hjalla, spjallað og hlegið. Gestir voru 28, þar af 5 sem komu frá Húsavík. Þetta var ánægju- og gleðistund. Kærar þakkir til ykkar allra!
Bestu kveðjur frá starfsfólki leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla, Lundi.
17.02.2017
Það er mikilvægt að brjóta upp á skólastarf öðru hverju. Þessa viku, vikuna 13.-17. febrúar var lögð áhersla á verklega þætti og hreyfingu. Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur við hluta verkefna.
12.02.2017
Næsta vika 13.-17. febrúar er þemavika/uppbrotsvika
Þessa viku verður lögð áhersla á verklega þætti og hreyfingu. Það verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá; Christoph verður með vísindasmiðju, Kiddi verður með tæknismiðju. Saman ætla þeir félagar, Kiddi og Cristoph, að fara á fjöll með unglingadeildina og í þetta skiptið er stefnan tekin á Sauðafell ofan við Fjöll í Kelduhverfi. Foreldrar fá bréf sent varðandi klæðnað og búnað. Lotta og Vigdís verða með leirbrennslu. Jenny og Anka ætla að vinna með nemendum endurvinnslulistaverk, spennandi :-), því margt fellur til. Conný, Reynir og Magnea Dröfn bjóða upp á heilsurækt. Unglingadeild er boðið upp á líkamsgreiningar, heilsuræktar upplýsingar og styrktarpróf . Magnea Dröfn býður upp á dans fyrir þau yngri og Trausti kemur með taekwondo, fyrir alla aldurshópa frá Húsavík.
12.02.2017
Á fimmtudaginn var, þann 9. febrúar færði Olga okkur bleikju í matinn frá silfurstjörnunni og voru henni gerð góð skil, enda mesta góðgæti. Það er ómetanlegt að fá svona stuðning frá fyrirtækjum og samtökum í samfélaginu. Við kunnum Silfurstörnunni bestu þakkir fyrir.
20.01.2017
Öxarfjarðarskóla barst kærkomin gjöf frá Kvenfélagi Keldhverfinga, nýjar vel valdar bækur á öll stig. Það er mikilvægt að endurnýja inn í bókakostinn en ekki alltaf mikið svigrúm fyrir skólann að gera það og við þökkum Kvenfélagi Keldhverfinga kærlega fyrir.
Kvenfélögin okkar þrjú hér í Öxarfirðihafa lagt sig fram um að bæta búnað skólans og er það þeim að þakka að nú er kominn skjávarpi í stofur allra stiga grunnskóladeildar. Sá síðasti var settur upp nýlega og mikil ánægja með það. Þetta auðveldar okkur að nýta stafrænt námsefni fyrir nemendur.