Tápmiklir strákar úr Öxarfirði á Meistaramóti Íslands í frjálsum 15-22 ára
Það er alltaf gaman að fylgjast með því sem vel er gert hjá æskufólkinu okkar. Um síðustu helgi fóru tápmiklir strákar suður á Meistaramót Íslands, komu sáu og sigruðu, í frjálsum fyrir 15-22 ára.
Jón Alexander varð Íslandsmeistari í kúluvarpi, Hilmir Smári varð tvöfaldur Íslandsmeistari í 800m hlaupi og 1500m hlaupi og Sindri Þór vann silfur í 60 m hlaupi og brons í kúluvarpi. Til hamingju drengir, vel gert. Við erum stolt af ykkur
Kærar kveðjur frá starfsfólki Öxarfjarðarskóla,
Guðrún S. K.