Næsta vika 13.-17. febrúar er þemavika/uppbrotsvika
Þessa viku verður lögð áhersla á verklega þætti og hreyfingu. Það verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá; Christoph verður með vísindasmiðju, Kiddi verður með tæknismiðju. Saman ætla þeir félagar, Kiddi og Cristoph, að fara á fjöll með unglingadeildina og í þetta skiptið er stefnan tekin á Sauðafell ofan við fjöll í Kelduhverfi. Foreldrar fá bréf sent varðandi klæðnað og búnað. Lotta og Vigdís verða með leirbrennslu. Jenny og Anka ætla að vinna með nemendum endurvinnslulistaverk, spennandi :-),  því margt fellur til. Conný, Reynir og Magnea Dröfn bjóða upp á heilsurækt. Unglingadeild er boðið upp á líkamsgreiningar, heilsuræktar upplýsingar og styrktarpróf . Magnea Dröfn býður upp á dans fyrir þau yngri og Trausti kemur með taekwondo, fyrir alla aldurshópa, frá Húsavík.