Sí­ðustu skóladagar í­ maí­

Prófavika:
Nú er prófaviku lokið en 7. bekkur á eftir 1 próf, dönsku, hópurinn tekur prófið á mánudaginn 15. maí­.

Mánudagurinn 15. maí­:
Christoph fer með unglingadeildina í­ vettvangsferð í­ Þjóðgarðinn fyrir hádegi og í­ mat á eftir. Yngsta stig ásamt miðstigi ætlar, undir leiðsögn Jennýar, Vigdí­sar og Önku, að setja niður rabarbara (tröllasúru) og kartöflur og uppskera vonandi að hausti svo hægt sé að búa til sultu og bera á borð nýuppteknar kartöflur.

Atvinnuþema dagarnir:
Unglingastigið og miðstigið fer í­ atvinnuþema dagana 16., 17. og 18. maí­: Í sauðburð til bænda, Fjallalamb, leikskólann, heilsugæslu o.fl. Systkynin í­ Lóni, þau Ásdí­s og Baldvin taka sitt þema í­ tengslum við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þau sendu inn hugmynd sem vakti athygli og fá að taka þátt í­ nýsköpunarbúðum í­ Háskólanum í­ Reykjaví­k. Vel af sér vikið.

Leikskólinn:
Leikskólinn sameinast á Kópaskeri þann 1. júní­. Eyrún verður deildarstjóri og með henni verða Ásta , Conny og Erna Rún.

Sumarlokun leikskólans verður frá og með 10. júlí­ til og með 11. ágúst. Leikskóli hefst aftur mánudaginn 14. ágúst.
Skólaslit:
Skólaslit Öxarfjarðarskóla verða 19. maí­ kl 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því­ á eftir.