Öxarfjarðarskóla var slitið í dag, 20. maí. Að þessu sinni útskrifuðust fimm nemendur úr 10. bekk; Dagur Yngvi Sankla Sigurðsson, Emil Stefánsson, Nils Benedikt Gunnarsson, í“skar Ásgeirsson og Unnar Þór Hlynsson. Tveir starfsmenn voru kvaddir sem snúa sér til annara starfa, þau Inga Sigurðardóttir og Tryggvi Hrafn Sigurðsson. Anna Englund og Stefán Haukur Grímsson voru heiðruð fyrir að standa vaktina og aðstoða nemendur við haustgleði. Elisabeth afhenti viðurkenningarskjöl til nemenda sem komu inn á leikskóla með skipulögðum hætti í leikskólavali. Að loknum formlegum skólaslitum hittu nemendur umsjónarkennara sína og fengu afhent námsmat vorannar. Kaffi og veitingar voru að lokum í boði í matsal hjá Huldu og Laufeyju.