Í kvöld, þriðjudag 28. apríl, munu nemendur 9. og 10. bekkjar standa fyrir félagsvist í skólanum á Kópaskeri.
Byrjað verður að spila kl. 19:30 og er þátttökugjald 500 kr.
Sjoppa verður á staðnum þar sem hægt verður að kaupa kaffi, gos og sælgæti í hléi.

Ágóði rennur í ferðasjóð vegna fyrirhugaðar Danmerkurferðar
í vor.
Vinningar eru í boði Símans.
Vonumst til að sjá sem flesta til að eiga saman skemmtilega kvöldstund.