Sumardagurinn fyrsti

http://oxarfjardarskoli.nordurthing.is/myndir/gallery/Vetur_07-08/Sumardagurinn_fyrsti/mynd_59.JPGÁ morgun, sumardaginn fyrsta, er frídagur í skólanum.
Við viljum minna á að í skólahúsinu á Kópaskeri verður dagskrá með líku sniði og hefð hefur komist á undanfarin ár. Þar verður sameiginleg handverkssýning nemenda grunnskólanna, eldri borgara og kvenfélagsins Stjörnunnar. Einnig verður tónlistarskólinn með sína vortónleika.
Nemendur 9. og 10. bekkjar verða með vöfflukaffi til fjáröflunar fyrir Danmerkurferð í vor.
Hvetjum alla sem geta til að mæta og sjá það glæsilega handverk sem er verið að vinna hér á svæðinu, hlýða á tónlist og fá sér smá sumarkaffi.

Hér er hægt að sjá myndir frá deginum í fyrra.